„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 11:19 Inga Sæland mundaði sleggjuna í morgun og reif niður vegg. Vísir/Bjarni Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. „Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
„Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira