Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 20:18 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ríkið munu hlíta niðurstöðum óbyggðanefndar. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent