Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. maí 2025 20:48 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent