Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 18:42 Karl Wernersson var umfangsmikill fjárfestir á árunum fyrir hrun. Aðsend Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent