Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Egill í leik dagsins.
Mikael Egill í leik dagsins. Maurizio Lagana/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti þökk sé 2-1 sigri á Fiorentina í 36. umferð Serie A, efstu deildar ítalska fótboltans.

Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahóp gestanna vegna smávægilegra meiðsla. Þá sat Bjarki Steinn Bjarkason allan tímann á varamannabekk Venezia.

Mikael Ellert var nálægt því að skora í fyrri hálfleik en David de Gea sá við honum í marki gestanna. Staðan var markalaus í hálfleik en á 17 mínútna kafla í síðari hálfleik litu þrjú mörk dagsins ljós.

Fali Candé kom heimamönnum yfir og Gaetano Oristanio tvöfaldaði forystuna áður en Rolando Mandragora minnkaði muninn.

Þegar tvær umferðir eru eftir af Serie A er Venezia í 17. sæti með 29 stig, einu stigi fyrir ofan Þóri Jóhann Helgason og félögum hans í Lecce sem sitja í fallsæti. Fiorentina er í 9. sæti með 59 stig, fimm stigum á eftir Juventus í 4. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira