Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 13:32 „Geturðu spilað hægri bakvörð?“ vísir/viktor freyr Þrátt fyrir að Stjarnan hafi unnið Fram um helgina veit Albert Brynjar Ingason enn ekki hvar hann hefur liðið og Jökul Elísabetarson, þjálfara þess. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð sigruðu Stjörnumenn Framara, 2-0, á Samsung-vellinum í Garðabæ í 6. umferð Bestu deildar karla á laugardaginn. „Með Stjörnuna, mjög mikilvægur sigur. En þetta var hins vegar leikur sem sagði mér ekkert um það hvort Stjarnan sé búin að finna einhvern takt eða ekki,“ sagði Albert þegar fjallað var um leik Stjörnunnar og Fram í Stúkunni í gær. „Jökull gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu sínu og það eru því komnar þrettán breytingar í síðustu þremur leikjum. Á maður að segja að Stjarnan sé búin að finna taktinn af því að Gummi Kri er orðinn hægri bakvörður, sá þriðji á þessu tímabili. Ég bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp,“ bætti Albert við og vísaði til bróður Jökuls og aðstoðarmanns hans, Garps Elísabetarsonar. Sá hafði í nægu að snúast um helgina að fylgjast með Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Albert ítrekaði að hann vissi ekki alveg hvernig framhaldið yrði hjá Stjörnunni. „Allt tímabilið, allt undirbúningstímabilið er rosalega erfitt að segja. Sigurinn hjá Stjörnunni er ógeðslega mikilvægur en hvort sem þeir eru mættir til leiks, veit ég ekki,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - áttar sig ekki á Stjörnunni Stjarnan er í 6. sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir sex umferðir. Næsti deildarleikur liðsins er gegn Víkingi á heimavelli á sunnudaginn. Á miðvikudaginn mætir Stjarnan hins vegar Kára í Akraneshöllinni í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. 12. maí 2025 11:01 Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð. 10. maí 2025 18:32 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð sigruðu Stjörnumenn Framara, 2-0, á Samsung-vellinum í Garðabæ í 6. umferð Bestu deildar karla á laugardaginn. „Með Stjörnuna, mjög mikilvægur sigur. En þetta var hins vegar leikur sem sagði mér ekkert um það hvort Stjarnan sé búin að finna einhvern takt eða ekki,“ sagði Albert þegar fjallað var um leik Stjörnunnar og Fram í Stúkunni í gær. „Jökull gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu sínu og það eru því komnar þrettán breytingar í síðustu þremur leikjum. Á maður að segja að Stjarnan sé búin að finna taktinn af því að Gummi Kri er orðinn hægri bakvörður, sá þriðji á þessu tímabili. Ég bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp,“ bætti Albert við og vísaði til bróður Jökuls og aðstoðarmanns hans, Garps Elísabetarsonar. Sá hafði í nægu að snúast um helgina að fylgjast með Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Albert ítrekaði að hann vissi ekki alveg hvernig framhaldið yrði hjá Stjörnunni. „Allt tímabilið, allt undirbúningstímabilið er rosalega erfitt að segja. Sigurinn hjá Stjörnunni er ógeðslega mikilvægur en hvort sem þeir eru mættir til leiks, veit ég ekki,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - áttar sig ekki á Stjörnunni Stjarnan er í 6. sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir sex umferðir. Næsti deildarleikur liðsins er gegn Víkingi á heimavelli á sunnudaginn. Á miðvikudaginn mætir Stjarnan hins vegar Kára í Akraneshöllinni í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. 12. maí 2025 11:01 Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð. 10. maí 2025 18:32 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. 12. maí 2025 11:01
Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð. 10. maí 2025 18:32