Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 13:24 Skjáskot úr myndefni sem var til umfjöllunar Stöðvar 2 í síðasta mánuði, en myndbandið var tekið í september á síðasta ári. Stöð 2 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar. Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar.
1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan.
Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira