Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 11:30 Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en mætir þar Tottenham. Annað þessara liða kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð en hitt fer ekki í neina Evrópukeppni. Getty/Jose Breton Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira