Viðsnúningur eftir krappan dans Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. maí 2025 13:31 Verkefni sveitarstjórna víða um land eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi segir Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarðarbyggð Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“ Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“
Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira