Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:43 Heiða Björg borgarstjóri kynnti jákvæðan ársreikning fyrir árið 2024 í morgun. Einar Þorsteinsson var borgarstjóri allt það ár. Vísir A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður. Í fréttatilkynningu um ársreikning Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag og vísað til borgarstjórnar, segir að í fjárhagsáætlun ársins 2024 hafi verið gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta yrði jákvæð um 650 milljónir króna. Tíu prósenta tekjuaukning Viðsnúning í rekstri A-hluta megi meðal annars rekja til þess að tekjur hafi aukist um 10,2 prósent á meðan rekstrargjöld hafi aðeins aukist um 7,6 prósent án afskrifta og breytinga á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Þá hafi lífeyrisskuldbinding A-hluta lækkað á milli ára og skilað tekjufærslu að fjárhæð 847 milljónum króna. Fjárhagsáætlanir hafi að öðru leyti að mestu gengið eftir. „Það skiptir miklu máli að halda áfram að gera betur og forgangsraða fjárfestingum og þjónustu fyrir fólkið í borginni, fyrir sjálfbæra og réttláta framtíð okkar samfélags,“ er haft eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóri. Vert að minnast á að nýr meirihluti með Heiðu Björgu í forystu var ekki myndaður fyrr en í febrúar þessa árs. Stöðugildi A-hluta hafi að meðaltali verið 8.606 á árinu 2024 og fjöldinn hafi breyst óverulega frá árinu 2023. Þremur milljörðum umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta hafi verið þremur milljörðum krónum betri en áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Faxaflóahafnir, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó, ásamt A-hluta borgarinnar hafi öll skilað betri niðurstöðu en gert hafði verið ráð fyrir. Þyngst vegi afkoma A-hluta eða þess rekstrar sem rekinn er af skatttekjum en hann hafi verið um fjórum milljörðum betri en áætlað var. Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið tæplega þremur milljörðum umfram áætlanir og afkoma Faxaflóahafna hafi verið 815 milljónum krónum umfram áætlanir, sem megi að miklu leyti rekja til aukinna tekna af hafnarþjónustu. Afkoma Félagsbústaða hafi verið undir áætlun þar sem matsbreytingar fjárfestingaeigna hafi verið lægri en forsendur gerðu ráð fyrir en tekjur félagsins fyrir vexti, skatta og afskriftir, EBITDA, hafi hins vegar verið sterkari en áætlað hafði verið. Afkoma Sorpu hafi verið undir áætlun, sem megi rekja til afskrifta umfram áætlanir. Skuldaviðmið A- og B-hluta samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga lækki milli ára og hafi verið 104 prósent í árlok 2024 en hafi verið 110 prósent árið 2023. Skuldaviðmið A-hluta hafi verið 77 prósent og lækki um fimm prósentustig frá fyrra ári. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ársreikning Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag og vísað til borgarstjórnar, segir að í fjárhagsáætlun ársins 2024 hafi verið gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta yrði jákvæð um 650 milljónir króna. Tíu prósenta tekjuaukning Viðsnúning í rekstri A-hluta megi meðal annars rekja til þess að tekjur hafi aukist um 10,2 prósent á meðan rekstrargjöld hafi aðeins aukist um 7,6 prósent án afskrifta og breytinga á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Þá hafi lífeyrisskuldbinding A-hluta lækkað á milli ára og skilað tekjufærslu að fjárhæð 847 milljónum króna. Fjárhagsáætlanir hafi að öðru leyti að mestu gengið eftir. „Það skiptir miklu máli að halda áfram að gera betur og forgangsraða fjárfestingum og þjónustu fyrir fólkið í borginni, fyrir sjálfbæra og réttláta framtíð okkar samfélags,“ er haft eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóri. Vert að minnast á að nýr meirihluti með Heiðu Björgu í forystu var ekki myndaður fyrr en í febrúar þessa árs. Stöðugildi A-hluta hafi að meðaltali verið 8.606 á árinu 2024 og fjöldinn hafi breyst óverulega frá árinu 2023. Þremur milljörðum umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta hafi verið þremur milljörðum krónum betri en áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Faxaflóahafnir, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó, ásamt A-hluta borgarinnar hafi öll skilað betri niðurstöðu en gert hafði verið ráð fyrir. Þyngst vegi afkoma A-hluta eða þess rekstrar sem rekinn er af skatttekjum en hann hafi verið um fjórum milljörðum betri en áætlað var. Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið tæplega þremur milljörðum umfram áætlanir og afkoma Faxaflóahafna hafi verið 815 milljónum krónum umfram áætlanir, sem megi að miklu leyti rekja til aukinna tekna af hafnarþjónustu. Afkoma Félagsbústaða hafi verið undir áætlun þar sem matsbreytingar fjárfestingaeigna hafi verið lægri en forsendur gerðu ráð fyrir en tekjur félagsins fyrir vexti, skatta og afskriftir, EBITDA, hafi hins vegar verið sterkari en áætlað hafði verið. Afkoma Sorpu hafi verið undir áætlun, sem megi rekja til afskrifta umfram áætlanir. Skuldaviðmið A- og B-hluta samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga lækki milli ára og hafi verið 104 prósent í árlok 2024 en hafi verið 110 prósent árið 2023. Skuldaviðmið A-hluta hafi verið 77 prósent og lækki um fimm prósentustig frá fyrra ári.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira