Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 12:31 Gianluigi Donnarumma og félagar í Paris Saint-Germain mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí næstkomandi. Leikurinn fer fram á Allianz Arena í München. getty/Catherine Ivill Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær. PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58
Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41
Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53