„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 21:58 Mikel Arteta huggar hér Thomas Partey eftir tapið í París í kvöld. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. „Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti