Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 12:31 Gianluigi Donnarumma og félagar í Paris Saint-Germain mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí næstkomandi. Leikurinn fer fram á Allianz Arena í München. getty/Catherine Ivill Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær. PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58
Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41
Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn