Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 10:02 Guðrún Arnardóttir hitar upp fyrir landsleikina í lok maí og byrjun júní með nýju sjö manna móti í Portúgal. Getty/Alex Nicodim Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira