„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 21:58 Mikel Arteta huggar hér Thomas Partey eftir tapið í París í kvöld. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. „Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira