Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2025 07:24 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira