Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 09:09 Marcel Ciolacu, forsætisráðherra, þegar hann greindi fréttamönnum frá ákvörðun sinni um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Vísir/EPA Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna. Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna.
Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52