Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 09:09 Marcel Ciolacu, forsætisráðherra, þegar hann greindi fréttamönnum frá ákvörðun sinni um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Vísir/EPA Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna. Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna.
Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52