Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 09:09 Marcel Ciolacu, forsætisráðherra, þegar hann greindi fréttamönnum frá ákvörðun sinni um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Vísir/EPA Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna. Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna.
Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52