Innlent

Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjót­garði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti fjölbretttum verkefnum um alla borg í dag.
Lögreglan sinnti fjölbretttum verkefnum um alla borg í dag. Vísir/Anton Brink

Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu.

Í dagbók lögreglu kemur jafnframt fram að lítið hafi verið að gera í dag og þau voni að það haldist svoleiðis fram á nótt. Alls voru 43 mál skráð hjá lögreglunni frá fimm í morgun þar til síðdegis í dag.

Samkvæmt dagbók var nokkuð um umferðaróhöpp og eitthvað um ölvun. Tilkynnt var um slagsmál í verslun í miðborg milli starfsfólks og viðskiptavinar og maður fjarlægður í miðbænum vegna ógnandi hegðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×