Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 08:24 Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. „Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“ Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
„Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“
Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum