Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 07:45 Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir það á ábyrgð fólks að vita hvar og hvernig það getur nálgast réttar upplýsingar verði krísuástand hér eins og skapaðist á Spáni og Portúgal í vikunni þegar rafmagn fór af. Vísir/Arnar Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. „Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar. Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar.
Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37