Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:00 Hanna Katrín Friðriksson hefur fengið afgreitt úr ríkisstjórn frumvarp sitt um hækkun veiðigjalda. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS um málið. Vísir Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent