Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:00 Hanna Katrín Friðriksson hefur fengið afgreitt úr ríkisstjórn frumvarp sitt um hækkun veiðigjalda. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS um málið. Vísir Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13