Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 18:53 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira