Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 10:51 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er yfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist tilkynning um hópnauðgun um páskana. Frásögn af ætlaðri hópnauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku gengur nú sem eldur í sinu á Internetinu. Umræða um kynferðisofbeldi og sér í lagi hópnauðganir hefur verið hávær í samfélaginu undanfarna daga. Um miðjan apríl greindi Vísir frá því að sex hópnauðganir hefðu komið inn á borð lögreglu það sem af er ári. Þá hefur verið fjallað um þrjá menn sem eru til rannsóknar grunaðir um tvær hópnauðganir en ganga þrátt fyrir það lausir. Ummæli á samfélagsmiðlum og frétt á Fréttinni Nú síðast hefur hávær umræða myndast um ummæli konu nokkurrar sem fullyrðir að hópur níu hælisleitenda hafi numið sextán ára stúlku á brott um páskana, haldið henni fanginni í fjölda klukkustunda og skipst á að nauðga henni. Auk þess að hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum hafa ummæli konunnar orðið að fréttaefni á Fréttinni og Fréttatímanum. Í frétt Fréttarinnar er ætluð hópnauðgun reifuð og haft eftir heimildum að upptökur af frelsissviptingunni liggi fyrir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kannast ekki við málið Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir aftur á móti að ekkert mál sé til rannsóknar hjá embættinu sem geti passað við lýsingar á ætlaðri hópnauðgun um páskana. Engin tilkynning hafi borist um slíkt brot. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Umræða um kynferðisofbeldi og sér í lagi hópnauðganir hefur verið hávær í samfélaginu undanfarna daga. Um miðjan apríl greindi Vísir frá því að sex hópnauðganir hefðu komið inn á borð lögreglu það sem af er ári. Þá hefur verið fjallað um þrjá menn sem eru til rannsóknar grunaðir um tvær hópnauðganir en ganga þrátt fyrir það lausir. Ummæli á samfélagsmiðlum og frétt á Fréttinni Nú síðast hefur hávær umræða myndast um ummæli konu nokkurrar sem fullyrðir að hópur níu hælisleitenda hafi numið sextán ára stúlku á brott um páskana, haldið henni fanginni í fjölda klukkustunda og skipst á að nauðga henni. Auk þess að hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum hafa ummæli konunnar orðið að fréttaefni á Fréttinni og Fréttatímanum. Í frétt Fréttarinnar er ætluð hópnauðgun reifuð og haft eftir heimildum að upptökur af frelsissviptingunni liggi fyrir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kannast ekki við málið Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir aftur á móti að ekkert mál sé til rannsóknar hjá embættinu sem geti passað við lýsingar á ætlaðri hópnauðgun um páskana. Engin tilkynning hafi borist um slíkt brot.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09