Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 11:32 Estevao Willian skoraði fyrir Palmeiras en þurfti seina að yfirgefa völlinn. Getty/Gaston Brito Miserocchi Chelsea vonarstjarnan Estevao hélt upp á átján ára afmælisdaginn sinn með eftirminnilegum hætti þegar hann hjálpaði brasilíska liðinu Palmeiras að vinna mikilvægan útisigur í Suðurameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores . Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira