Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 12:11 Elfa Lilja er listrænn stjórnandi. Hún ætlar að reyna að komast á alla viðburðina á morgun. Aðsend Evrópska tónlistarhátíðin Big Bang fer fram í Hörpu á morgun, sumardaginn fyrsta. Listrænn stjórnandi segir hátíðina skipulagða í kringum yngstu kynslóðina en henti flestum aldurshópum. Hátíðin hefst klukkan 11 og stendur til 16. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist og því er frítt á alla viðburði. Tólf börn, sérstakir erindrekar, hafa farið í þjálfun hjá Ingibjörgu Fríðu sjónvarpskonu og munu taka á móti gestum í Hörpu og leiða þau um svæðið. „Við erum að halda þetta í fjórða skiptið og erum að læra af reynslunni og verða betri og betri. Hátíðin hefur alltaf verið góð en ég held að við séum að toppa okkur núna,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Lagskipt hátíð Margir viðburðanna fara fram oft yfir daginn og eru skipulagðir með yngstu kynslóðina í huga. „Í rauninni er þessi tónlistarhátíð, Big Bang, lagskipt. Það eru tónleikar þar sem fólk kemur inn og sest en mjög oft er þarna verið að mæta yngstu börnunum, yngri kynslóðinni. Þau eru ekki látin setjast í stól og hlusta. Það þarf að mótivera og búa til dagskrá sem mætir þeim og þeirra aldurshópi.“ Erindrekar á hátíðinni. Aðsend Elfa Lilja segist ætla að setja markið hátt og reyna að sjá alla viðburðina og hefur mikla trú á að það sé hægt ef fólk skipuleggur sig vel. Bæði verða á hátíðinni innlendir og erlendir aðilar. Sem dæmi koma Trio Oro frá Noregi og Zigoto frá Belgíu. „Svo fáum við gesti frá Búlgaríu. Við erum líka með nýjan viðburð frá Los Pomponeros og Rímnadanshljómsveitina S.L.Á.T.U.R og Dýratóna. Það eru alls 44 listamenn sem troða upp hér og þar um húsið þannig þetta er ótrúlegt ævintýri sem við erum að leggja upp með.“ Smiðjur og vinnustofur og tónlist Börnin eru þannig tekin í ferðalag um húsið og geta tekið þátt í smiðjum og vinnustofum. Þá er einnig opnað fyrir þátttöku barna en til dæmis tekur Skólahljómsveit Kópavogs þátt og spilar með hljómsveitinni Watachico. „Þetta er fyrir alla aldurshópa. Hljómsveitir eru líka að spila fyrir fullorðna en þarna erum við með áherslu á yngsta aldurshópinn. Við erum með styttri tónleika, við erum með styttri verk og þannig með fókus á yngri kynslóðina.“ Elfa Lilja hvetur fólk til að fara í Hörpu og upplifa sem mest. „Það er hægt að dvelja þarna í marga klukkutíma og bara njóta. Svo er hægt að fara í bókasafnið og hvíla sig þar eða fara á einhverja innsetningu. Fólk getur ráðið hvort það er í einn klukkutíma eða marga klukkutíma. Fólk bara mætir í sínu sumarskapi. Mér skilst á veðurspáni að það verði hlýtt og gott,“ segir Elfa Lilja að lokum. Reykjavík Menning Tónlist Börn og uppeldi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Hátíðin hefst klukkan 11 og stendur til 16. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist og því er frítt á alla viðburði. Tólf börn, sérstakir erindrekar, hafa farið í þjálfun hjá Ingibjörgu Fríðu sjónvarpskonu og munu taka á móti gestum í Hörpu og leiða þau um svæðið. „Við erum að halda þetta í fjórða skiptið og erum að læra af reynslunni og verða betri og betri. Hátíðin hefur alltaf verið góð en ég held að við séum að toppa okkur núna,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Lagskipt hátíð Margir viðburðanna fara fram oft yfir daginn og eru skipulagðir með yngstu kynslóðina í huga. „Í rauninni er þessi tónlistarhátíð, Big Bang, lagskipt. Það eru tónleikar þar sem fólk kemur inn og sest en mjög oft er þarna verið að mæta yngstu börnunum, yngri kynslóðinni. Þau eru ekki látin setjast í stól og hlusta. Það þarf að mótivera og búa til dagskrá sem mætir þeim og þeirra aldurshópi.“ Erindrekar á hátíðinni. Aðsend Elfa Lilja segist ætla að setja markið hátt og reyna að sjá alla viðburðina og hefur mikla trú á að það sé hægt ef fólk skipuleggur sig vel. Bæði verða á hátíðinni innlendir og erlendir aðilar. Sem dæmi koma Trio Oro frá Noregi og Zigoto frá Belgíu. „Svo fáum við gesti frá Búlgaríu. Við erum líka með nýjan viðburð frá Los Pomponeros og Rímnadanshljómsveitina S.L.Á.T.U.R og Dýratóna. Það eru alls 44 listamenn sem troða upp hér og þar um húsið þannig þetta er ótrúlegt ævintýri sem við erum að leggja upp með.“ Smiðjur og vinnustofur og tónlist Börnin eru þannig tekin í ferðalag um húsið og geta tekið þátt í smiðjum og vinnustofum. Þá er einnig opnað fyrir þátttöku barna en til dæmis tekur Skólahljómsveit Kópavogs þátt og spilar með hljómsveitinni Watachico. „Þetta er fyrir alla aldurshópa. Hljómsveitir eru líka að spila fyrir fullorðna en þarna erum við með áherslu á yngsta aldurshópinn. Við erum með styttri tónleika, við erum með styttri verk og þannig með fókus á yngri kynslóðina.“ Elfa Lilja hvetur fólk til að fara í Hörpu og upplifa sem mest. „Það er hægt að dvelja þarna í marga klukkutíma og bara njóta. Svo er hægt að fara í bókasafnið og hvíla sig þar eða fara á einhverja innsetningu. Fólk getur ráðið hvort það er í einn klukkutíma eða marga klukkutíma. Fólk bara mætir í sínu sumarskapi. Mér skilst á veðurspáni að það verði hlýtt og gott,“ segir Elfa Lilja að lokum.
Reykjavík Menning Tónlist Börn og uppeldi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira