„Til hamingju hálfvitar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 19:00 Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, vandar Valkyrjustjórninni ekki kveðjurnar og segir að verið sé að leggja menntastofnun í rúst. Vísir/Vilhelm Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira