„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 15:21 Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, vonar að lukkan snúist fjölskyldunni í hag eftir stormasama viku. Samsett/aðsend Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“ Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“
Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54