Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 16:24 Utanríkisráðherra ítrekar að íþróttamönnum sé frjálst að taka eigin ákvarðanir um þátttöku í keppnum, en þykir ákvörðun Hafþórs vera vonbrigði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með. Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með.
Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira