Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 17:15 Bylgja Hrönn segist hafa á tilfinningunni að málin séu mun fleiri í ár en síðustu ár. Árið 2023 komu sex hópnauðgunarmál inn á borð lögreglunnar, á landinu öllu, og árið 2024 voru þau tíu. Nú hafa sex mál komið upp það sem af er ári, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu einni. Vísir/Sigurjón Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum. Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09