Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 10:35 Öll börn fá inni á leikskólum Reykjavíkurborgar frá átján mánaða aldri á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira