Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2025 06:31 Faðir konunnar var fluttur frá heimili sínu í Garðabæ á bráðamóttöku Landspítalans árla morguns á föstudag. Hann lést á spítalanum síðar þann dag. Vísir/vilhelm Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira