Postecoglou: Það er leki í félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 17:30 Ange Postecoglou er allt annað en sáttur með að mótherjar Tottenham Hotspur séu að fá upplýsingar um lið og leikstíl fyrir leiki. Getty/Richard Pelham Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu. Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira