Bílastæðin fullbókuð um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 15:45 Íslendingar á leið til útlanda og eru vanir að geyma bíla sína á vellinum þurfa að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að koma sér á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent