Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 12:56 Sólveig Anna segir framkomu borgarstarfsmannsins hafa verið til háborinnar skammar og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu; Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Facebook-færslu, að fulltrúi borgarinnar hafi á fundi vegna mygluvandamála í leiksskóla, harðneitað að túlkað yrði fyrir þá sem ekki skildu íslensku. Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“ Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“
Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira