„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 14:31 Ingibjörg Sigurðardóttir í leiknum gegn Noregi sem endaði með markalausu jafntefli. vísir/anton Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki