„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 14:31 Ingibjörg Sigurðardóttir í leiknum gegn Noregi sem endaði með markalausu jafntefli. vísir/anton Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Sjá meira
Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Sjá meira