Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 13:19 Polyakov var handtekinn tveimur dögum eftir að hann fór á strönd eyjunnar. Youtube og vísir/Getty Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns. Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov. Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov.
Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04
Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11