„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:21 Sveindís sótti af krafti og fékk fín færi, en líkt og öðrum leikmönnum íslenska liðsins tókst henni ekki að skora. vísir / anton brink „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. „Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
„Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira