„Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 20:32 Heiða Björg segir tillögurnar almennings vel geta nýst þótt aðeins fjórðungur sé eftir af kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað megi betur fara í rekstri borgarinnar. Allt verður tekið til greina, og borgarstjóri segir stuttan tíma ekki vera vandamál. Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira