Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 13:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum. Vísir/Ívar Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira