„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 14:47 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar eftir að hafa skorað í síðasta landsleik Íslands; 3-2 tapi fyrir Frakklandi á útivelli. getty/Alex Nicodim Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10