Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 19:54 Það er mikið annríki hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. RÚV greinir frá þessu og hefur samkvæmt heimildum að um sé að ræða Oxycontin-töflur í hæsta fáanlega styrk. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi ekki tjá sig efnislega um málið en gaf upp að fjórtán einstaklingar væru í gæsluvarðhaldi í tengslum við aðskilin mál sem öll varði innflutning fíkniefna. Fangaklefar lögreglunnar á Suðurnesjum væru meira og minna alltaf fullir vegna mikils fíkniefnainnflutnings í gegnum flugvöllinn. Aukinn vandi meðal ungs fólks Oxycontin er tegund ávanabindandi og einkar hættulegra ópíóða sem hafa valdið miklum usla víða um heim. Af 56 lyfjatengdum andlátum á Íslandi árið 2023 voru 34 vegna ópíóíða-eitrana, samkvæmt tölfræði Landlæknisembættisins. Misnotkun ópíóíðalyfja er vaxandi vandamál á heimsvísu og eru vísbendingar um aukinn ópíóðavanda hjá ungu fólki á Íslandi. Ópíóðar eru sérstaklega hættulegir vegna þess að ávanabinding er mikil og þekkt að einstaklingar þrói hratt með sér þol og fíkn í lyfin. Leiðir það til þess að notaðir eru sífellt stærri og lífshættulegri skammtar, líkt og fram kemur í samantekt heilbrigðisráðuneytisins. Hættulegasta aukaverkun slíkra lyfja er öndunarbæling en með notkun stórra skammta eykst áhætta á ofskömmtun og öndunarstoppi. Lyf Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga 7. nóvember 2024 19:01 Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og hefur samkvæmt heimildum að um sé að ræða Oxycontin-töflur í hæsta fáanlega styrk. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi ekki tjá sig efnislega um málið en gaf upp að fjórtán einstaklingar væru í gæsluvarðhaldi í tengslum við aðskilin mál sem öll varði innflutning fíkniefna. Fangaklefar lögreglunnar á Suðurnesjum væru meira og minna alltaf fullir vegna mikils fíkniefnainnflutnings í gegnum flugvöllinn. Aukinn vandi meðal ungs fólks Oxycontin er tegund ávanabindandi og einkar hættulegra ópíóða sem hafa valdið miklum usla víða um heim. Af 56 lyfjatengdum andlátum á Íslandi árið 2023 voru 34 vegna ópíóíða-eitrana, samkvæmt tölfræði Landlæknisembættisins. Misnotkun ópíóíðalyfja er vaxandi vandamál á heimsvísu og eru vísbendingar um aukinn ópíóðavanda hjá ungu fólki á Íslandi. Ópíóðar eru sérstaklega hættulegir vegna þess að ávanabinding er mikil og þekkt að einstaklingar þrói hratt með sér þol og fíkn í lyfin. Leiðir það til þess að notaðir eru sífellt stærri og lífshættulegri skammtar, líkt og fram kemur í samantekt heilbrigðisráðuneytisins. Hættulegasta aukaverkun slíkra lyfja er öndunarbæling en með notkun stórra skammta eykst áhætta á ofskömmtun og öndunarstoppi.
Lyf Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga 7. nóvember 2024 19:01 Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga 7. nóvember 2024 19:01
Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57