Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2025 14:14 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að frumvarpið sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum þingsins verði heimilt að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum sem fremja alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins. „Ég hef talað skýrt í þessu máli og legg nú til að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd ef gildar ástæður eru til að álíta viðkomandi hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Ætla að afnema 18 mánaða reglu Frumvarpið felur einnig í sér að ákvæði í lögum sem heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli tafa og mannúðarsjónarmiða falla úr gildi. Núverandi regluverk kveður á um að fólk fái sjálfkrafa dvalarleyfi hafi ekki verið tekin ákvörðun um mál þeirra innan ákveðins tíma frá því umsókn um alþjóðlega vernd barst. Sá tími er 18 mánuðir í tilviki fullorðinna, en 16 mánuðir í tilviki barna. Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem regla sem þessi er í gildi. Eftir afnám hennar muni allir umsækjendur áfram fá efnislega niðurstöðu í sín mál. Tugir milljarða á þremur árum Í tilkynningunni segir einnig að að árin 2022 til 2024 hafi verið metár þegar kemur að fjölda verndarumsókna, sem hafi valdið gríðarlegu álagi á innviði. Það hafi einnig heimt mikil útgjöld af hálfu ríkisins, og að 38 milljarðar króna hafi á þessum árum runnið til málaflokksins. Þessi fjöldi og álag hafi líka haft veruleg áhrif á málsmeðferðartíma. „Með þessu erum við að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríki okkar og afnema séríslenskar reglur“ er haft eftir dómsmálaráðherra. „Áskoranir hafa verið mjög miklar og við þurfum að ná betri tökum á þessu. Það er alveg deginum ljósara. Fólk sem leitar hingað eru ekki óvinir okkar heldur manneskjur í leit að betra lífi. Hins vegar verðum við að hafa sambærilegar reglur og nágrannaríki okkar og tryggja að við ráðum betur við þennan málaflokk. Með betri samræmingu mun kerfið vera skýrara og virka betur fyrir þau sem þurfa raunverulega á því að halda. Í leiðinni munum við spara milljarða sem verður m.a. hægt að nota til að efla löggæslu og byggja nýtt fangelsi. Þá þurfum við líka að huga betur að móttökukerfinu okkar og vinna að því að börn sem flytjast hingað hafi jöfn tækifæri á við íslensk börn.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að frumvarpið sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum þingsins verði heimilt að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum sem fremja alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins. „Ég hef talað skýrt í þessu máli og legg nú til að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd ef gildar ástæður eru til að álíta viðkomandi hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Ætla að afnema 18 mánaða reglu Frumvarpið felur einnig í sér að ákvæði í lögum sem heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli tafa og mannúðarsjónarmiða falla úr gildi. Núverandi regluverk kveður á um að fólk fái sjálfkrafa dvalarleyfi hafi ekki verið tekin ákvörðun um mál þeirra innan ákveðins tíma frá því umsókn um alþjóðlega vernd barst. Sá tími er 18 mánuðir í tilviki fullorðinna, en 16 mánuðir í tilviki barna. Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem regla sem þessi er í gildi. Eftir afnám hennar muni allir umsækjendur áfram fá efnislega niðurstöðu í sín mál. Tugir milljarða á þremur árum Í tilkynningunni segir einnig að að árin 2022 til 2024 hafi verið metár þegar kemur að fjölda verndarumsókna, sem hafi valdið gríðarlegu álagi á innviði. Það hafi einnig heimt mikil útgjöld af hálfu ríkisins, og að 38 milljarðar króna hafi á þessum árum runnið til málaflokksins. Þessi fjöldi og álag hafi líka haft veruleg áhrif á málsmeðferðartíma. „Með þessu erum við að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríki okkar og afnema séríslenskar reglur“ er haft eftir dómsmálaráðherra. „Áskoranir hafa verið mjög miklar og við þurfum að ná betri tökum á þessu. Það er alveg deginum ljósara. Fólk sem leitar hingað eru ekki óvinir okkar heldur manneskjur í leit að betra lífi. Hins vegar verðum við að hafa sambærilegar reglur og nágrannaríki okkar og tryggja að við ráðum betur við þennan málaflokk. Með betri samræmingu mun kerfið vera skýrara og virka betur fyrir þau sem þurfa raunverulega á því að halda. Í leiðinni munum við spara milljarða sem verður m.a. hægt að nota til að efla löggæslu og byggja nýtt fangelsi. Þá þurfum við líka að huga betur að móttökukerfinu okkar og vinna að því að börn sem flytjast hingað hafi jöfn tækifæri á við íslensk börn.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira