Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 13:55 Þetta blasir við þeim sem ætla að nýta sér Kidflix í dag. Vefsíðan hefur verið tekin yfir af lögregluyfirvöldum. Europol Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Þýsk yfirvöld stýrðu aðgerðunum og nutu stuðnings Europol. Kidflix var eitt stærsta net fyrir dreifingu og áhorf á kynferðislegu efni tengt börnum í heiminum með nærri tvær milljónir notenda. Fram kemur í norskum miðlum að af 79 handteknum hafi tíu verið handteknir þar í landi. Kidflix var stofnuð árið 2021 og náði hratt miklum vinsældum meðal brotamanna sem stunduðu kynferðislega misnotkun gegn börnum. Á þremur árum hafði síðan safnað um 91 þúsund myndböndum með samtals spilunartíma upp á yfir 6.200 klukkustundir. Þann 11. mars gerðu þýsk og hollensk lögregluyfirvöld árás á netþjón Kidflix, sem þá hýsti um 72.000 myndbönd. Í kjölfarið fór í gang samstillt alþjóðleg lögregluaðgerð undir heitinu „Operation Stream“ þar sem yfir 35 lönd tóku þátt, þar á meðal Ísland. Sumir hinna handteknu eru sagðir hafa ekki aðeins dreift efni heldur einnig sjálfir beitt börn ofbeldi. Lögreglan telur flesta grunuðu vera síbrotamenn sem áður hafa verið þekktir af yfirvöldum. Alls var 39 börnum bjargað úr hættulegum aðstæðum að því er fram kemur í tilkynningu frá Europol. Kidflix var með sérstakt kerfi þar sem notendur gátu bæði halað niður og streymt efni. Notendur greiddu með dulritunargjaldmiðlum sem breytt var í sérstök „tákn“. Þeir sem hlóðu upp efni eða aðstoðuðu við að flokka og lýsa myndböndum gátu aflað sér slíkra tákna, sem síðan mátti nota til að kaupa aðgang að efni í betri gæðum. Að meðaltali voru 3,5 ný myndbönd sett á síðuna á hverri klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglu hefur tekist að loka síðu af þessari stærðargráðu sem bauð upp á bæði niðurhal og streymi. Stærsta aðgerðin í sögu Europol gegn kynferðisofbeldi gegn börnum Europol segir að um sé að ræða umfangsmestu aðgerð sem samtökin hafi unnið að í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Sérfræðingar í netglæpadeild Europol aðstoðuðu við greiningu á þúsundum myndbanda og komu upplýsingum á framfæri við lögregluyfirvöld annarra þjóða í samræmdu átaki. Mikilvægt var talið að samhæfa aðgerðir þvert á landamæri. Að sögn Magnúsar Brunner, framkvæmdastjóra innanríkis- og innflytjendamála hjá ESB, sýnir þessi aðgerð skýrt hversu mikilvægt er að Evrópusambandið og aðildarríki vinni náið saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem fer fram þvert á landamæri. Ísland var meðal þeirra 38 landa sem tóku þátt í aðgerðinni. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tvo hafa verið handtekna hér á landi í aðgerðum lögreglu. Ráðist var í húsleit í híbýlum þeirra beggja og lagt hald á búnað í þágu rannsóknarinnar. Netið gleymir ekki Í nýlegri skýrslu á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu sé ein helsta ógnin við öryggi hjá þjóðum sambandsins. Þróun tækninnar hafi gert brotamönnum kleift að hafa samskipti við börn, misnota þau og dreifa efni með áður óþekktum hraða og leynd. Evrópulögreglan minnir á að þótt netheimar virðist nafnlausir, þá hafi rannsóknin leitt í ljós að flestir brotamennirnir eru þegar skráðir í gagnagrunna Europol og séu því þekktir hjá lögreglu. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Þýsk yfirvöld stýrðu aðgerðunum og nutu stuðnings Europol. Kidflix var eitt stærsta net fyrir dreifingu og áhorf á kynferðislegu efni tengt börnum í heiminum með nærri tvær milljónir notenda. Fram kemur í norskum miðlum að af 79 handteknum hafi tíu verið handteknir þar í landi. Kidflix var stofnuð árið 2021 og náði hratt miklum vinsældum meðal brotamanna sem stunduðu kynferðislega misnotkun gegn börnum. Á þremur árum hafði síðan safnað um 91 þúsund myndböndum með samtals spilunartíma upp á yfir 6.200 klukkustundir. Þann 11. mars gerðu þýsk og hollensk lögregluyfirvöld árás á netþjón Kidflix, sem þá hýsti um 72.000 myndbönd. Í kjölfarið fór í gang samstillt alþjóðleg lögregluaðgerð undir heitinu „Operation Stream“ þar sem yfir 35 lönd tóku þátt, þar á meðal Ísland. Sumir hinna handteknu eru sagðir hafa ekki aðeins dreift efni heldur einnig sjálfir beitt börn ofbeldi. Lögreglan telur flesta grunuðu vera síbrotamenn sem áður hafa verið þekktir af yfirvöldum. Alls var 39 börnum bjargað úr hættulegum aðstæðum að því er fram kemur í tilkynningu frá Europol. Kidflix var með sérstakt kerfi þar sem notendur gátu bæði halað niður og streymt efni. Notendur greiddu með dulritunargjaldmiðlum sem breytt var í sérstök „tákn“. Þeir sem hlóðu upp efni eða aðstoðuðu við að flokka og lýsa myndböndum gátu aflað sér slíkra tákna, sem síðan mátti nota til að kaupa aðgang að efni í betri gæðum. Að meðaltali voru 3,5 ný myndbönd sett á síðuna á hverri klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglu hefur tekist að loka síðu af þessari stærðargráðu sem bauð upp á bæði niðurhal og streymi. Stærsta aðgerðin í sögu Europol gegn kynferðisofbeldi gegn börnum Europol segir að um sé að ræða umfangsmestu aðgerð sem samtökin hafi unnið að í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Sérfræðingar í netglæpadeild Europol aðstoðuðu við greiningu á þúsundum myndbanda og komu upplýsingum á framfæri við lögregluyfirvöld annarra þjóða í samræmdu átaki. Mikilvægt var talið að samhæfa aðgerðir þvert á landamæri. Að sögn Magnúsar Brunner, framkvæmdastjóra innanríkis- og innflytjendamála hjá ESB, sýnir þessi aðgerð skýrt hversu mikilvægt er að Evrópusambandið og aðildarríki vinni náið saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem fer fram þvert á landamæri. Ísland var meðal þeirra 38 landa sem tóku þátt í aðgerðinni. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tvo hafa verið handtekna hér á landi í aðgerðum lögreglu. Ráðist var í húsleit í híbýlum þeirra beggja og lagt hald á búnað í þágu rannsóknarinnar. Netið gleymir ekki Í nýlegri skýrslu á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu sé ein helsta ógnin við öryggi hjá þjóðum sambandsins. Þróun tækninnar hafi gert brotamönnum kleift að hafa samskipti við börn, misnota þau og dreifa efni með áður óþekktum hraða og leynd. Evrópulögreglan minnir á að þótt netheimar virðist nafnlausir, þá hafi rannsóknin leitt í ljós að flestir brotamennirnir eru þegar skráðir í gagnagrunna Europol og séu því þekktir hjá lögreglu.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels