Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 13:26 Ungi maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Vísir Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. RÚV greinir frá þessu en þinghaldið er lokað vegna ungs aldurs mannsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð standi fram á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara skýrslutökur fram í dag og á morgun og munnlegur málflutningur á föstudag. Sá sem ákærður er var sextán ára þegar árásin var gerð en hann stakk þrjú ungmenni í árásinni sem gerð var á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt 24. ágúst síðastliðinn. Áður hefur verið greint frá því að fimm ungmenni hafi verið í bíl þegar drengurinn réðst á þau. Drengurinn hafi brotið rúðu bílsins og ítrekað stungið pilt sem sat í bílnum með hníf, bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin flúðu þá bílinn en ein stúlka varð eftir í honum. Réðst þá drengurinn á hana og stakk með hnífnum í öxl, handlegg og hendi stúlkunnar. Sextán ára drengurinn er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps fyrir þessar árásir. Að þessu loknu réðst drengurinn á Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sautján ára, og stakk hana í hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Drengurinn er ákærður fyrir morð vegna þessarar árásar. Foreldrar Bryndísar Klöru krefjast hvort um sig sautján milljóna króna í miskabætur en einnig er krafist átta milljóna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar og drengsins sem einnig voru stungin í árásinni. Dómsmál Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en þinghaldið er lokað vegna ungs aldurs mannsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð standi fram á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara skýrslutökur fram í dag og á morgun og munnlegur málflutningur á föstudag. Sá sem ákærður er var sextán ára þegar árásin var gerð en hann stakk þrjú ungmenni í árásinni sem gerð var á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt 24. ágúst síðastliðinn. Áður hefur verið greint frá því að fimm ungmenni hafi verið í bíl þegar drengurinn réðst á þau. Drengurinn hafi brotið rúðu bílsins og ítrekað stungið pilt sem sat í bílnum með hníf, bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin flúðu þá bílinn en ein stúlka varð eftir í honum. Réðst þá drengurinn á hana og stakk með hnífnum í öxl, handlegg og hendi stúlkunnar. Sextán ára drengurinn er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps fyrir þessar árásir. Að þessu loknu réðst drengurinn á Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sautján ára, og stakk hana í hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Drengurinn er ákærður fyrir morð vegna þessarar árásar. Foreldrar Bryndísar Klöru krefjast hvort um sig sautján milljóna króna í miskabætur en einnig er krafist átta milljóna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar og drengsins sem einnig voru stungin í árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36
Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00
Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55