Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 12:11 Kona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar úr Steinafjalli á mánudag. Hún var erlendur ferðamaður. Vísir/stefán Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“ Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“
Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39