Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2025 22:47 Louis Van Gaal var þjálfari Bayern þegar Müller sprakk út sem ungur leikmaður. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar. Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira