Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 15:17 Nadia Nadim er farin frá AC Milan, að láni til Hammarby, eftir að henni og þjálfara liðsins lenti saman. Getty/Giuseppe Cottini Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira