Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 15:17 Nadia Nadim er farin frá AC Milan, að láni til Hammarby, eftir að henni og þjálfara liðsins lenti saman. Getty/Giuseppe Cottini Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí. Sænski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.
Sænski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira