Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2025 21:04 Það eru margir hræddir við að fara til læknis og hvað þá ef um risvandamál er að ræða. Ein af glærunum frá Eiríki Orra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“ Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“
Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira